26.2.2008 | 17:05
BIKARMEISTARAR 2008 SNÆFELL!!!!!!!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2008 | 18:22
Jæja þá.
Það er allt orðið hvínandi vitlaust í netheimum vegna bloggleti sem hrjáð hefur undirritaðann síðustu daga, en ástæðan er sú að mikil þreyta hefur gert vart við sig hjá undirrituðum eftir þessa 40 daga í vinnu , en eins og alþjóð veit , sat ég á skólabekk í 18 mánuði og það er átak að rífa sig upp á taðgatinu og eftir svoleiðis setu. En nóg um það.
Í fréttatilkynningu frá Sameinuðuþjóðunum sem var að berast undirrituðum, er verið að kynna nýtt átak sem fellst í því að koma börnum sem rænd hafa verið af foreldrum sínum , aftur til síns heima. Þar rakst ég nokkur nöfn sem ég kannast við og ætla ,með leyfi Kofi Annan, að birta hér nokkra punkta.
Hjón í Chernobyl hafa sent Þórhildi Magnúsdóttur og Kristni Ólafi Jónssyni bréf þar sem þau krefjast að fá Hjalta son þeirra heim aftur til Chernobyl. Þau segja að Hjalta (eða Piotr eins og hann hét) hafi verið rænt þegar hann hann keppti á Special Olympics fyrir hönd Sovétríkjanna í flokki offitusjúklinga með hátt enni.
Andrea Gylfadóttir og Gísli Marteinn Baldursson hafa einnig sent inn fyrirspurn þess efnis að Björn Jóhann , sem þau gáfu frá sér , verði skilað og það strax.
Urzula Hamann , frá Bonn í Þýskalandi vill einnig endurheimta sinn einkaon, en hann heitir Atli Sigurþórsson og býr í efra Breiðholti í Reykjavík. Urzula sagði að drengurinn væri lifandi eftirmynd sín, svona sætur og loðinn á bakinu eins og mamma sín.
Einnig barst erindi frá Eþíópíu í íslenskan einstakling, en það verður ekki tíundað hér ,að ótta við lögsókn.
já þannig var nú það og nú geta Hjalti og Bjössi hætt að væla eins og kvartmílubílar yfir aðgerðarleysi eins stjórnanda síðunnar.
Góðar stundir
Trigger.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.2.2008 | 14:15
Hallo
Ég var að koma í land eftir 40 daga túr úr Barentshafinu og þá fer þetta blogg að verða virkara, skulum við vona. Já eins og ég sagði , þá var ég að afla tekna fyrir þjóðfélagið svo að láglaunafólk eins og Bjössi Kolla og Rakel Olsen geti átt von á smá tekjuaukningu við gerð næstu kjarasamninga. En bara að láta vita af mér , ný færsla væntanleg á næstu misserum, góðar stundir
Trigger
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.2.2008 | 12:55
Pulli að meika það!
Draumur betri helmings míns á þessari síðu hefur ræst. Já, hann Sigtryggur er genginn til liðs við unglingana í Spaugsstofunni og hafa þeir breytt nafninu í Sigtryggsstofan. Nafnabreytingin er vegna þess að Sigtryggur er höfundur allra nýju brandaranna í nýjustu seríunni, þeirri 33. í röðinni. Eins og þeir sem til þekkja þá hefur Pulli verið ötull stuðningsmaður Spaugstofunnar síðan hann komst á eftirlaunaaldurinn í kringum 1989 þegar Spaugararnir kölluðu sig ´89 á Stöðinni. Þessi mynd er tekin við undirritun samninganna í höfuðstöðvum RÚV. Eins og sést þá er Pulli gamli alveg í skýjunum, í nýja leddaranum sínum, með samninginn sem gildir til næstu 15 ára. Í viðtali við Triggerinn sagðist Pulli reyna eins og hann getur að halda áfram að skrifa á þessa síðu. Þó að ekki hafi heyrst múkk í honum í rúman mánuð á síðunni vegna sjómennsku og anna (maría?), og verðum við víst að trúa honum.
Til lukku með þetta gamli!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.1.2008 | 13:21
"Fegurðar"samkeppni Triggersins!
Verið velkomin í "Fegurðar"samkeppni Triggersins og það beint í sjálf úrslitin.
Já þetta eru þeir tveir sem eftir eru eftir langa og harða keppni með útsláttarfyrirkomulagi. En leið þessara manna á toppinn er hægt að sjá hér að neðan. Þetta er með þeim harðari og mest spennandi keppnum í "fegurð" sem sögur fara af. Dómararnir í keppninni fram að úrslitunum voru ekki af verri endanum enda flestir þekktir sem miklir fagurkerar og myndarmenni, en það voru þeir Bjöggi Bjútí (hvað er fegurð án bjútí?), Gunnar Már Gestsson og Páll Óskar. Þessir ágætu dómarar sáu um að vega og meta keppendur í hinum ýmsu greinum. Þessir herramenn kepptu í slægingum, uppvaski, veðurfræði, nöldri og yfirdrulli ásamt því að koma fram í kvöldklæðnaði og sundbolum. Svo ráðast úrslitin með athugasemdakosningu hér á triggernum. Þeir sem gefa atkvæði verða að skrifa af hverju þeir kjósa annan fram yfir hinn ásamt því að gefa upp blindfullt nafn. Haft er eftir fólki úti á götu að Jón Torfi hafi bara nöldrað sig í gegnum alla keppnina og Pulli gamli hafi sofið hjá Páli Óskari í fyrstu umferðinni og Gummi ekki séð sér fært að mæta í seinni umferðina vegna hótana. Undirritaður beið afhroð í sundbolakeppninni gegn Steina Kúld og komst því ekki áfram.
Munið svo að kjósa sigurvegarann og endilega segið hvort þið hefðuð viljað sjá annan sigurvegara.
Takk fyrir.
Múri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.12.2007 | 19:12
Húmors-könnun!
Er þetta fyndið? Allir sem koma hér inn að svara af hreinskilni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
12.12.2007 | 18:39
Fyrsta alvarlega færslan.
Ég bara verð að pikka inn eina grafalvarlega færslu eftir að ég horfði á Kastljósið í gær, vona að mér verði fyrirgefið að taka þann pól í hæðina ,þar sem þetta er blog með smá grínívafi.´
Þannig er mál með vexti að Sigurður Kári og Kolvitlaus Halldórsdóttir í Vinsti blindum áttust við í Kastljósinu í gær og var tilefnið hverjum sé úthlutað listamannalaunum. Sjaldan hef ég verið jafn innilega sammála Sigurði Kára nema vera skildi í áfengismálinu. Af hverja er verið að rétta einhvejum listaspírum styrk frá ríkinu? Margir af þessum listamönnum kvarta og kveina yfir því að það standi ekki undir sér að mála myndir og annað í þeim dúr. Þá er bara að fá sér aðra vinnu, ef ég get ekki borgað mína reikninga þá segji ég upp og finn mér pláss á öðrum bát. Og ekki fá þeir sem skara fram úr annars staðar í þjóðfélaginu sérstaka sporslu frá ríkinu svo þeir geti haldið sinni vinnu áfram. Ekki er Jón smiður að fá aukasporslu frá ríkinu þrátt fyrir að vera besti smiður Íslands og Gummi aflaskipstjóri fær engar greiðslur,þrátt fyrir að fiska alla í kaf. Ég veit að Bjössi Kolla verður mjög hissa á því að sjá mig tala svona um artistana en þetta hefur alltaf farið í mínar fínustu.
Byðst svo innilegrar afsökunnar á að hafa sett eina alvarlega færslu hér inn.
Trigger
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
5.12.2007 | 16:05
Hverjir eru bestir?
Tók saman mjög heilbrigðan lista yfir það hverjir skara fram úr í Enska bopltanum,hér kemur hann.
Bestur í söng: Alexandre Song-Arsenal
Bestur í dansi:Neil Danns-Blackburn
Bestur í að klára:David Dunn-Blackburn
Bestur í að vera hommalegur:Tugay-Blackburn
Bestur í að menga:Andre Oijer-Blackburn
Bestur í lestri:Steven Reid-Blacburn
Bestur í að halda á glasi jólasveinsins:Roque Santa Crus-Blackburn
Bestur í að tjalda:Ivan Campo-Bolton
Bestur í að veiða hreindýr:Nicky Hunt-Bolton
Bestur í að hlaupa hratt:Gary Speed-Bolton
Bestur í að fá reikning:Petr Cech-Chelsea
Bestur í að pissa:Stephen Bywater-Derby
Bestur í að sofa hjá Systur Gumma Amlín:Dean Leacock-Derby
Næstbestur í lestri:Joleon Lescott-Everton
Bestur í reykingum:Alan Stubbs-Everton
Bestur í að lækna:David Healy-Fulham
Bestur í forvörnum:Tony Varner-Fulham
Bestur í skóla á vorönn:Andriy Voronin-Liverpool
Bestur í að labba hratt:Julio Arca-Middlesborough
Þetta er gott í bili og kannski Lýður geti komið með fleiri methafa hér í athugasemdum, enda drengurinn botnlaus uppspretta góðra hugmynda, og Jónsi samdi einnig lag um hann sem hét "Vignir á mig"
Trigger
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.11.2007 | 19:35
AUGLÝSING!
Nú er komið aftur að því! Trigger-Jóla-Breik-Dans námskeðin vinsælu eru að fara að hefjast og ekki seinna vænna en að skrá sig NÚNA STRAX! Ef þú vilt vera aðal töffarinn á áramótaballinu á Fimm Fiskum (eða hvar í helvítinu sem ballið verður) eða langar til að brjóta ísinn í vandræðalegu partýi, komdu þá og lærðu dansana sem heilla vinina úr skónum og stelpurnar úr nærbuxunum!
Láttu hinn ofur-(vit)granna Sigtrygg "búmm sjakalaka búmm" Tanason kenna þér orminn!
Fáðu Hjalta "Crazy Legs" Kiddós kenna þér róbotinn!
Og ekki má gleyma Gumma Á. Bensóson sem kennir þér að pikka upp kellingar með gömlu dönsunum þó að þú sért bara klæddur í gulan jogging-galla!
Einnig er námskeið, fyrir þá sem eru komnir langt í breiki, í umsjón Adda Palla Mottusonar. En hann kemur með sjóðheita dansa sem hann fullkomnaði á ferðum sínum um höfin blá á sandmokstursskipinu Perlu. Dansinn kallar hann Chip-Hop-Dip-n-Jive ("It puts hip-hop to shame!"- Snakki í viðtali við Source Magazine)
Fólk er vinsamlegast beðið um að senda umsóknir í athugasemdir hér fyrir neðan!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.11.2007 | 17:32
En gaman.
Frá árinu 1986( Þegar Hjalti og Gunnlaugur litu út eins og 72ára gamlir menn og Ingó var löngu kominn með bílpróf), hef ég studd körfuboltalið frá Ameríkuhreppi sem kallast Boston Celtics. Ekki hefur það verið hliðar saman hliðar á túlipönum, en nú er allt á réttri leið enda bara einn hvítur gaur í liðinum sem ég ætla ekki að nefna enda heitir hann agalegu nafni sem erfitt er að bera fram.
En nú er önnur tíðin, því liðið er hreint að brillera og kastar bolta ofaní körfu sem aldrei fyrr(meira að segja Beggi er hættur að tala um NBA).
En það hefur lengi loðað við mig að halda með liðum sem voru rosalega góð en gera svo uppá bak þegar Sigtryggur lýsir yfir opinberum stuðningi við viðkomandi lið t.d. Juventus, Liverpool,Köln Boston og fleiri.
Núna eru leikmenn Boston svalir, en þeir hafa ekki verið mikið í því í gegnum tíðina. Ed Pickney(Eðvarð Lautarferð), Kevin Gamble(Kjartan Fjárhættuspilari), Robert Parish(Róbert Skólaleikur),Larry Bird(Lalli Bé), Joe Kleine(Jóhann Bakari), John Bagley(Jón Hreyfihamlaði), Alaah Abdelnaby(Aðalgeir Stafróf),og svo mætti lengi telja.
En þó eru undantekningar á þessu td. Dominique Wilkins(?), Reggie Lewis(Ragnar Leifs), og svo nú Ray Allen, Garnett og Pierce.
Þannig að nú er kátt í höllinni sem aldrei fyrr og menn vinna leiki eins og morgundagurinn sé engin og allir voða glaðir
Trigger
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Rafastugl
Áhugaverðar síður
Tenglar
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar