22.8.2007 | 18:07
FYRSTI SKÓLADAGURINN!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 20:21
Pistlahöfundar að skemmta sér
Við félagarnir og frændurnir Sigtryggur og Hjalti (einnig þekktir sem Pulli og Múri, Sjöfn og Bergþóra ásamt fleiri nöfnum) fögnuðum stofnun þessarar síðu um helgina þrátt fyrir að hún hafi ekki verið stofnuð fyrr en rúmlega 70 klukkutímum eftir djammið. Eins og sést á myndunum þá er ekki skrýtið að okkur var neitað um að vera með sjónvarpsþátt og urðum við því að notast við netmiðla.
(Efri mynd: Frændurnir reyna að vera kúl með misjöfnum árangri. Sigtryggur minnir helst á hvítan Eþíópíubúa með hægðatregðu og Hjalti svipar til Grétars Mar fyrir magaminnkunaraðgerð.
Mynd til hægri: Eftir tvo góða sopa af heimabrugguðu tók gleðin völdin.
Neðri mynd: Sigtryggur bíður spenntur eftir kveðjukossi frá uppáhalds frænda sínum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.8.2007 | 18:41
Halló góðan daginn
Já ótrulegt en satt þá hef ég ákveðið að nýta mér tæknina og byrja að blogga. Það verða örugglega byrjenda erfiðleikar svona fyrstu 18 árin svona eins og hjá pabba sem er enn að læra á sjónvarpsfjarstýringuna sem hann fékk uppúr 1990. Gestabloggari verður Hjalti í Vík frændi minn til 26 ára en ég á eftir að segja honum frá því. Hér ætla ég að tjá mig um mín helstu áhugamál og það sem mér brennur á hjarta hverju sinni td. Finnska fótboltann, vegaframkvæmdir á Kópaskeri, formúla 1 kappaksturinn, Birgir Mikaelsson, ræktun á Slóvenskum úlfhundum og tennisáhuga í Dalasýslu meðal annars. En látum þetta gott heita í bili enda var ég 24mínútur að pikka þessa alla þessa færslu .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tenglar
Rafastugl
Áhugaverðar síður
Tenglar
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar