Færsluflokkur: Bloggar

AUGLÝSING

Er pizzan þín ekki nógu góð? Er hamborgarinn þinn ekki nógu subbulegur? Ertu með standpínu á verstu tímum? Ef svarið við fyrstu tveimur spurningunum er já, þá er þetta bókin fyrir þig! Snakki, oft þekktur sem Chipsy stundum þekktur sem Snakktin tónlistarkennari og sjaldnast þekktur sem Arnþór Pálsson, er búinn að gefa út matreiðslubók sem á eftir að breyta lífi þínu!
snakki1

George Foreman er að fíla hann og þú munt gera það líka!

Gagnrýnendur eru flestir á sama máli!

gagnryniJá! Þrír af fimm eru á Íslensku!


Kaupið bókina í dag! Annars flytur Sigurjón aftur í Hólminn!


Have to be there:

Oft og iðulega lendir maður í þeim aðstæðum að atvik eru bara fyndin þegar þau gerast, en ekki þegar atvikið er rifjað upp seinna meir, þá hlær maður einn af sögunni og viðstaddir segja þá yfirleitt "what". Þess vegna ætla ég að koma með eina sögu sem mér finnst nokkuð góð.

Þannig var að ég og uppáhalds frændi minn , hann Bergþór Smárason vorum staddir fyrir utan 11-11 búð við Sæbraut, þá skipti engum togum að í hlaðið rennir blá bifreið af gerðinni Daihatsu Feroza, og út stígur maður í gulri peysu, rauðum jakka og grænum buxum, og það er eins og við manninn mælt að frændi minn byrjar að syngja , gulur, rauður, grænn og blár, og mikið var nú hlegið.

Trigger


Kontrapunktur

Eins og lesendur þessarar síðu vita þá erum við Pulli miklir menningarvitar. Við elskum listina meira en sjálfar mæður okkar og þekkjum fátt skemmtilegra en listamenn á styrk frá ríkinu, kaffihús í miðbæ Reykjavíkur og tónlist sem minnir helst á breimandi ketti. Því fannst mér tilvalið að henda inn þessu myndbandi af hinum indverska George Michael....eða hinum íslenska Steindór.

 Nóg um það! Góða skemmtun!


Friðurinn úti.

Þá er nú friðurinn úti því Bjössi Kolla er væntanlegur til landsins, og er meiningin að semja við drenginn að vera gestapenni hér á Triggernum, enda hefur maðurinn ekkert betra að gera. En nóg um það, því Snæfell er komið í úrslit Íslandsmótsins og það má sanni segja að Siggi Þorvalds sé hinn nýji Bjössi Kolla því hann skoraði þriðjung stiga Snæfells gegn Grindavík. En ég er tímabundinn í augnablikinu og læt þetta nægja þangað til i kvöld, en þá kem ég með aðra færslu.

Trigger


Afrekaskrá stórstjörnu.

Ungmennafélagið Snæfell var stofnað 1938(ég var ekki einn af stonendum) og er því 70 ára á þessu ári. Því er ekki úr vegi að birta hér glæsta afrekaskrá eins af ástsælustu sonum félagsins. Það er enginn annar en Björn Léttfeti Kollason.

1. Drengurinn gerði sér lítið fyrir og skoraði þriðjung stiga Snæfells gegn Keflavík um árið, í 27-300 tapi, en er samt ennþá í guðatölu á Suðurnesjunum.

2. Kappinn sýndi áður óséð tilþrif á trampolini, í upphitun á meistaraflokksleik, með þeim afleiðingum að enn er hlegið i Hólminum.

3. Og síðast en ekki síst þegar drengurinn tók eitt af sínum banvænu stökkskotum í firmakeppninni hér um árið, þá skipti engum togum að þegar skyttan lendir eftir skotið þá er jafnvægið ekki alveg eins og það á að vera og Björn notar næstu 15 sekúndur í það að reyna að detta aftur fyrir sig, en lítur út eins og holdanaut að troða marvaða, og rétt nær að halda kúlinu og stilla sínu liði uppí vörn áður en þetta varð vandræðalegt.

vona að Hjalti geti hjálpað mér með fleiri snilldartilþrif kappans.

Trigger


Topp Ellefu listinn!

pulli gamli

TOPP 11 ÁSTÆÐUR AF HVERJU PULLI BLOGGAR ALDREI
EFTIR HJALTA KIDDÓS OG BJÖSSA KOLLA


11.
Hann er alltaf að rúnka sér.

10.
Ekkert internet á elliheimilinu. Bara hægt að spila kapal í tölvunni þar.

9.
Gigtin er að drepa hann. Getur varla skrifað loksins þegar hann kemst á internetið.

8.
Ford T bíllinn hans er svo lengi fram og til baka frá foreldrahúsunum að það tekur því ekki fyrir hann að fara þangað til að fara á netið.

7.
Hann á ekki göngugrind og kemst því ekki upp að tölvunni þegar hann loksins kemst til Pullapabba og Pullamömmu.

6.
Hann er of upptekinn við að reykja pípu og segja sögur af sjálfum sér úr fyrri heimsstyrjöldinni.

5.
Þau fáu skipti sem hann sest fyrir framan tölvu þá "álpast" hann inn á erótískar síður og allt fer á fullt fyrir neðan mitti. Nema á hans aldri þá spýtist allt út um óæðri endann þegar hann æsist. Og það er engin hjúkka til að skipta á honum þar sem hann kemst á netið.

4.
Hann er allt of upptekinn við að skrifa handrit fyrir Spaugstofuna.

3.
Gangurinn fyrir framan herbergið hans á elliheimilinu er parketlagður og Sigtryggur þorir ekki fram af ótta við að detta á milli fjala eða þá fjúka þegar kemur gegnumtrekkur.

2.
Hann er á sjó þessa dagana og hefur ekki tíma til að vafra á netinu. Hann er enn að kenna strákum réttu handartökin á sjónum. Enda er það Sigtrygg að þakka til dæmis hversu lunknir sjómenn Bjarni Svein og Konni urðu. Enda lærði Sigtryggur sjómennsku af Ingólfi Arnarssyni, sem kunni vel að stíga ölduna.

1.
Sigtryggur er með MSNið sitt stillt þannig að það kviknar strax á því þegar hann kveikir á tölvunni og hann getur ekki breytt stillingunni. Hann er svo hræddur við að Jesú sjái þegar hann loggar sig inn, en Sigtryggur skuldar honum pening síðan á einhverju djammi í Betlehem hér um árið.


 


Bla bla bla!

three amigos
 

Það var kominn tími á eina svona talblöðruvitleysu. Það væri gaman að vita hvað fólk heldur að hafi farið á milli þrífaranna hérna á myndinni. Þetta eru Bjössi Kolla (aka The Kid, Litlityppus, Stökkpallurinn), Sigurjón Örn Björnsson (aka Sjonni Boj, Týson) og Bjarki (Barki).
Ég man þessa árshátíð eins og hún hafi skeð í gær, Bjössi suðaði og suðaði: "Það verður einhver að gera Spaugstofugrín með mér! Spaugstofan er skemmtilegust í heimi og ég var valinn Most Likely To Replace Örn Árnason í Æskunni og ABC! Verð að standa undir nafni!" Þeir sem til þekkja vita að Bjössi er enn að rembast eins og rjúpa við staur að standa undir þessum miklu væntingum, enda er maðurinn á Spáni í leiklistarskóla (vélstjóri á leikfangabát my ass! hvað er það eiginlega?)

Stórkostleg verðlaun í boð sem fyrr!

 


Kominn með netið!

Hólí sjift!Gabor litli í tölvufyrirtækinu misskildi eitthvað þegar sótt var um netið.

 

Já!
Múri kominn í tengsl við umheiminn. Gengið illa að fá tengingu vegna misskilnings, lélegrar þjónustu og eitthvað sjitt! Ungverjaland er ekki alveg með þjónustulundina á hreinu. Ég ætla að reyna að drullast til að skrifa eitthvað skemmtilegt á næstunni, enda hefur Sigtryggur ekki verið að standa sig í fríinu sínu. Hann er víst farinn að míga í saltan sjó aftur og verður því enn og aftur frá skriftum.

Kösonöm Sepen!

 


Haldið til hafs á ný.

Þá er fríið mitt búið og haldið skal til hafs á ný eins og skáldið sagði. Þetta var fint frí, Snæfell bikarmeistari, Boston komið í úrslitakeppnina , Liverpool tapaði ekki stigi og ég hitti hvorki Hjalta né Bjössa þannig að meira fer ég ekki fram á. Hitti reyndar Tyrfillinn en það er bara skemmtilegt, enda kynlegur kvistur þar á ferð. En þangað til næst, góðar stundir.

Trigger.


Bísli Mjóhann Guðbaldursson.

Ég hef ekki þorað að blogga síðan dómur féll í meinyrðamáli um daginn, af ótta við að hinn undurfagri frændi minn,hann Hjalti , lögsæki mig, en mikið er drengurinn vel af Guði smíðaður. Það er svosem lítið að frétta ,búinn að vera í fríi í tæpan mánuð og ekki búinn að afreka nein stórvirki. Eitt sem truflar mig þessa daganna er það  að á Ítalíu var að falla dómur sem gerir lögreglu það heimilt að sekta menn fyrir það eitt að klóra sér í tippinu. Mér varð af einhverjum orsökum hugsað til Bjössa Kolla, veit ekki af hverju, en þetta gerir það að verkum að hann er líklega ekki æskilegur þar í landi. Hjalti er staddur(saddur) í Ungverjalandi(Hungry) og hef ég lítið heyrt í kappanum, en vona að hann fari að láta heyra í sér. Sá það á blogginu hans að drengurinn er orðinn allfrægur fyrir fallegar körfuboltahreyfingar þarna úti, og ekki kemur það nú á óvart. En hef ekki hugmynd um hvað ég á að bulla núna svo ég læt þetta duga og segi bless.

ps. er úrslitakeppnin í NBA byrjuð ?, nei alveg rétt það er bara eitt lið búið að tryggja sér þátttöku .

Trigger


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigtryggur Birkir Jónatansson og Hjalti Kiddós
Sigtryggur Birkir Jónatansson og Hjalti Kiddós
Sigtryggur sést ekki á hlið. Hjalti sést utan úr geimnum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband