26.8.2007 | 00:12
Keppni með svakalegum verðlaunum.
Ó já! Ó já! Mjög jákvætt!
Það er komin skemmtileg keppni á triggerinn! Uppáhalds fréttasíða örvhentra og annara sem ÞJÁST af svipuðum vanskapnaði! Keppnin gengur út á það að setja í talblöðrurnar á myndinni einhverjar skemmtilegar setningar sem þessir þjóðþekktu menn gætu hafa sagt á þessum æðislega tímapunkti. Þessa menn þarf vart að kynna (fyrir Hólmurum einungis reyndar) en þetta eru Högni Högna og Stjáni Buff. Högni er enn handhafandi Íslandsmetsins í geðveiki og ofurhressleika og Stjáni Buff á metið í öllu sem honum dettur í hug. Hann á heimsmetið í brunastigi en hann fékk víst 4. stigs bruna af þremur mögulegum stigum og svo kláraði hann Baywatch tölvuleikinn sem nokkrir drengir lugu að honum (eða svo héldu þeir) að væri til. Leikurinn endaði á því að hann reið Pamelu Anderson. Ásamt mörgum öðrum metum. Síðasta sem ég heyrði af Stjána var að hann var kominn til Danmerkur að vinna 12 tíma á dag við að keyra rútu eða vörubíl og eftir þá vakt fór hann að vinna 8 tíma hjá tölvufyrirtæki við að brjóstast inn hjá varnarkerfum Nasa, sem er víst ekki bara skemmtistaður við Austurvöll.
En nóg um það. Þessi keppni á örugglega eftir að fá þvílíkar móttökur frá sérstaklega Hólmurum og geri ég fastlega ráð fyrir að minnsta kosti innsendum setningum frá Nonna Mæju, Bjössa Kolla (enda er Stjáni goðið hans og Bjössi hefur náð góðum árangri að líkjast honum), Pulla Hall Trigger auðvitað, Leðri Skyggnis og öðrum álíka góðum pennum.
Upplýsingar um myndina eru svo hljóðandi
Ártal: Sirka 1988-1990, svipuðum tíma og Pulli fagnaði hálfrar aldar afmæli sínu.
Staðsetning: Fyrir framan gamla Kaupfélagið. Högni horfir þungt hugsi á Konna allsberan í vigtarskúrnum niðri við bryggju.
Persónur og leikendur (frá hægri til vinstri): Gamla Kaupfélagið, græn ruslatunna, hurð, Högni Högna, möppur, Stjáni Buff, samningur Stjána við Bjössa Kolla um að kenna honum að vera töff, BMX hjól (mjög líklega BMX Team sem var miklu betra), JL húsið órifið í bakgrunni og þar fyrir aftan þó ekki á myndinni Þvergata 8, Finnur Sig er ég nokkuð viss um, einhver krakkadjöfull og svo Jón Helgi Erlendsson aka Díkurboj.
Leikreglur: Skrifið í kommentin (eða athugasemdir) númerið 1: og svo fyrir aftan það skrifið þið það sem Högni myndi segja og svo 2: fyrir það sem Bjössi Buff myndi segja.
Verðlaun: Óákveðin, en þau verða eflaust vegleg. Ég og Pulli munum ræða það og tilkynna þegar við höfum valið vinningshafann. Verðlaunin verða eflaust tengd áfengi á einhvern hátt. Það hvetur fólk til að taka þátt í þessu.
Að lokum vil ég þakka Árna Helga fyrir að hafa tekið þessa mynd og svo Ljósmyndasafni Stykkishólms sem er á www.stykkisholmur.is (minnir mig)
Hjalti, Múri og Bergþóra kveðja í bili og gangi ykkur vel!
Tenglar
Rafastugl
Áhugaverðar síður
Tenglar
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
1. Þvílik heppni að hafa unnið þessar möppur í ökuleikninni.
2. ég á eftir að deyja í þessari úlpu því rennilásinn er fastur.
Trigger (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 14:13
1. Ég ætla að hætta að vinna með þessum hálfvitum og taka við djobbinu sem áhættuleikari í myndböndum hjá Phil Collins.
2. Ég er Stjáni Buff! Toppið það!
Hjalti (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 14:56
1. Stjáni ég er búinn að klára Baywatch '952. Ég bjó hann til. (Sýnir blöðin) Svo er ég líka með Passwordið hjá NASA.
Melló (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 18:37
1. havað er er ég að gera hérna.
2.blað
Trigger (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 20:06
1.djö.. ætla ég að refsa einhverjum kellingum um helgina meðan ég er með þetta hár.
2. djö ætla ég að vona að högni refsi mér um helgina meðan hann er með þetta hár
nonni mæju (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 23:33
1. Hey Stjáni! Þegar Finnur Sig finnur sig, spurðu hann þá hvar Hildur Sig heldur sig!
2. Tvíd tvíd tvíd tvíd flottur jakki!
Múri (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 01:08
1. Hvar er bókasafnið?
2. þetta er leiðin upp á bókasafn.
Popparinn (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 13:10
2. Högni, sérðu hvað ég fann í ruslinu!!
1. Haltu kjafti Stjáni, ég fann þetta allt í ruslinu.
Óskráður (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 16:31
Í fyrsta lagi held ég að þetta sé Egill Guðmunds en ekki Finnur Sig.
í öðru lagi:
1.Ég er alveg asskoti vel girtur í þessum hvítþvegnu gallabuxum!
2. Árni heldurðu að þú náir Cameltánni minni?
The kid (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 18:54
Lítill fugl hvíslaði því að mér að þetta sé enginn annar en Jón Torfi Arason sem stendur þarna við hliðina á Díkurboj, líklega að bíða eftir að Högni kenni honum að safna enni.
The kid (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 16:50
1. Það er hér með staðfest að í dag þykir smart að hafa mitti undir handakrikunum og því til staðfestingar eru hátt þrönggirtar ofur smart og hvítþvegnu buxurnar sem Hansa keypti á mig í Þórshamri.
2. Og ég er með þetta staðfest á þessu skjali frá Geimferðastofnun Grenivíkur vottuðu af norsku leyniþjónustunni.
a) annars vegar að Högni Högnason hlýtur titilinn hæsta mitti í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og víðar.
b) og hinsvegar vill stofnunin benda öllu málsmetandi fólki á að fylgjast vel með litla drengnum hér á bakvið okkur (já þeim sem stendur við hlið Dígerboj) því Geimferðastofnunin telur einsýnt og fullvíst að hann muni ná einkar langt í lífinu.
[innsk. ég frábýð mér allar upphrópanir sem lúta að sjálfum mér á myndinni og bendi á að ég er ekki "einhver krakkadjöfull"]
Einhver krakkadjöfull (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.