4.9.2007 | 17:33
FJALLHVÍT OG FROSKURINN.(varúð þetta er rugl)
Þessa sögu samdi Oddur Bjarni sem er söngvari Ljótu Hálfvitanna og birtist hér með leyfi vinar höfundar.
Tvisvar sinnum fyrir langri löngu, var undurófríð og fjallómyndarleg stúlkurolla, sem hét Fjallhvít. Þrisvar sinnum sem sjaldnar, var hún stödd út á gangi, frekar stórum og kom hún þá að lítilli tjörn, sem hvergi sá fyrir endan á. Sá hún þá hvar froskur lá þarna í : mesta sakleysi, ekki sínu samt heldur var hann með það í láni og í sólbaði. Ákvað Fjallhvít þá að fara að dæmi sæta úlfsins í öllum hinum ævintýrunum, þ.e. Hans og Vælu, og kyssti froskinn. Í andránni við hliðina(ekki þeirri sömu) stökk froskurinn upp og öskraði NAUÐGUN!!!! Síðan hótaði hann að kæra Fjallhvíti fyrir Náttúruverndarráði og Neytendasamtökunum. Með það stökk hann á braut sinni(en það var hesturinn hans) og hjólaði burt.
Nú víkur sagan heim til systur Fjallhvítar, en hún hét Hólsvört. Sat hún fyrir framan spegilinn sinn og ræddi við hann um daginn og vegina en þeir voru hroðalegir í þá daga. Þá kom að hinni klassísku spurningu: Spegill spegill hermdu eftir mér og spegillinn hermdi eftir henni. En það er ekki óalgengt í ævintýrum þar sem forkunnarleiðinlegar og afdalaljótar systur koma í, við og fyrir sögu. Varð nú Hólsvört alveg hreint gífurlega öfundsjúk og ákvað að koma systur sinni fyrir hundsnef og gefa henni harðsoðinn fjöregg.
Endir.
Trigger
Tenglar
Rafastugl
Áhugaverðar síður
Tenglar
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var nú ekki eins slæmt og ég átti von á. Sagan lafði svolítið í miðbikið, en það er sennilega bara af því að hún er svo löng. Hún ber það nú samt vel.
Villi Asgeirsson, 4.9.2007 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.