Gúrkutíð á Triggernum (grein úr Mogganum)

Síminn hefur ekki stoppað í höfuðstöðvum Triggersins í Hollywood vegna fréttaþurrðar. Fólk hringir alveg brjálað af reiði og spyr hvort að síðan sé flutt eða hvort menn séu að spá í að láta fólk borga afnotagjald af síðunni. En ekki hafa áhyggjur af því, svo er ekki. En fréttaþurrðin hefur tvær skýringar. Laugi Jónasar, formaður aðdáendaklúbbs Triggersins, er allt annað en sáttur: laugi uti i gardi
Laugi var úti í garði heima hjá sér á leiðinni á ball þegar við náðum af honum tali

"Ég hef misst alla lífslöngun og ekki það að löngunin hafi verið mikil þegar maður er með þetta andlit. En andskotinn hafi það þeir verða að fara að skrifa eitthvað nýtt grín. Það eru fleiri sem eru svona. Bjössi Kollason Spánarfari er víst alveg í öngum sínum til dæmis."

Við höfðum samband við Bjórhildi, mömmu Hjalta, og hafði hún ekki hugmynd um hvað væri í gangi. "Hvað er internet?" sagði Þórhildur þegar við sögðum henni að Hjalti væri einn frægasti pistlahöfundur síns tíma á netinu. Svipaða sögu er að segja af mömmu Pulla Hall. Við náðum í hana þegar hún sat á salerni Tana (ekki ítalska fótboltaliðinu heldur klósetti pabba Sigtryggs) í hörðu tafli við páfann. Mútter gamla kom af fjöllum og sagði að sonur hennar væri orðinn svo heyrnadaufur vegna aldurs að hún nennti ekki lengur að reyna að hringja í hann og spyrja frétta. Það væri bara orðið svo þreytandi að endurtaka allt tvisvar þrisvar svo hann heyrði í henni. Tani var ekki tilbúinn til að gefa viðtal. Hann var úti á palli að tana sig. Hólí sjift þetta var gott!

Eftir langa mæðu og þrotlausar tilraunir náðum við í þá félaga, frændur og furðufugla.
Hjalti er víst á Spáni að stunda sín nýju áhugamál sem eru klettadýfingar og djamm. "Ég kom hingað til að endurnæra mig. Ég þjáist af sinaskeiðabólgu vegna handamaka við sjálfan mig og ritstíflu. Ég sá ekki neitt annað í stöðunni en að koma hingað og reyna að hressa mig við."
hjalti on the beachHjalti gleymdi að taka hauspokann af sér þegar hann fór í sólbað

Það lá ekki vel á Pulla Hall sem var heima hjá sér á Hrafnistu. Það þurfti ekki að endurtaka allt svo hann heyrði því kallinn var búinn að splæsa í heyrnatæki: "Helvítis netsambandið er niðri hérna og ég veit ekki hvenær það verður lagað. Ég stytti mér stundir með því að leggja kapal og tala við Begga frænda sem er rosalega heilbrigt."
94%20YEAR%20OLD%20MAN%20IN%20LIJIANGSigtryggur hefur sjaldan verið í eins góðu formi og segist líða eins og hann sé bara áttræður

Ég nenni ekki að skrifa meira! Ég vil Triggerinn aftur í gang!

Yoko Ono

p.s. friðarsúlan var fyrir Triggerinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð nú að fara að finna þessi jakkaföt, þetta var á pimp tímabilinu þegar maður var með kippu í stað bumbu!!

Di Livio (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 20:39

2 identicon

það var MIKIÐ!!!! að það kom pistil... flottur salerni tana punkturinn. skemmtilegt skemmtilegt

nonni mæju (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 01:33

3 identicon

Ja hérna! Loksins varð triggerinn eldri en ég.(eða eldri en elstu menn muna)  Hef samt heyrt hann segja: "Ég verð ekki eldri" Orðið "heilbrigt" (brainbright?) á alls ekki að nota á þessari síðu, í mesta lagi hálfbrigt. Hvar fékk triggerinn svona gott aflitunarefni í hökutoppinn?

Ógni (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigtryggur Birkir Jónatansson og Hjalti Kiddós
Sigtryggur Birkir Jónatansson og Hjalti Kiddós
Sigtryggur sést ekki á hlið. Hjalti sést utan úr geimnum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband