Gamla myndin!

ahe_8438

Blaðamaður Triggersins var að fara í gegnum myndasíðuna á www.stykkisholmur.is (eins og oft áður) og rakst á þessa skemmtilegu mynd af nokkrum frægum Hólmurum. Ég sló á þráðinn til Daða Heiðars, sem er neðstur til hægri á myndinni, og spurði hann hvað var að ske þegar þessi mynd var tekin.

"Já, ég man eins og þetta hafi skeð í gær. Í eftstu röð frá vinstri er Símon Hjaltalín sem var aðal sprelligosinn á þessum tíma, enda sérðu að hann er með tvo putta fyrir aftan höfuðið á Bjössa á Bensó og gefur þannig til kynna að Bjössi er asni. Svo er það Toggi, eða Torgíer Snorrusun fullu nafni eins og hann sagði Tim Harvey, með allt á hreinu í snjóþvegnu gallabuxunum sem hann fékk lánaðar hjá Bjössa Kolla. Næstir eru svo brúnkutvífararnir Hannes Marínó og Haffi. Fyrir neðan Haffa er Arnór hans Hinna Axels í leddara að hætti David Hasselhoff. Fyrir miðri mynd er Níels í góðum gír sem endranær með Bart Simpson hárgreiðslu og við hliðina á mér er broshýr ungur drengur að nafni Örn Guðbrands.
Þessi mynd er tekin í kringum 2001. Ég er þarna alveg klár á David Robinson tímabilinu mínu. Fólk hélt ég væri sonur hans á þessu tímabili enda uxu varirnar á mér hraðar en allt annað á andlitinu. En það hefur þó skánað í dag. Við félagarnir vorum að fagna Bjössa á Bensó (nördinn með gleraugun) en hann var að setja nýtt Evrópumet í buxnauppgirðingum. Eins og sést þá er þessi uppgirðing engu lagi lík. Eistun á honum enduðu langt uppi í þind þegar hann loksins sló gamla metið. Mjög góðir tímar!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þeir hafa margir gert það gott í gegnum tíðina, Daði er að slá í gegn með þáttum sem heita flight of the conchords http://www.youtube.com/watch?v=WGOohBytKTU

Símon var í Gos ekki pepsi max og er nú að klippa landann http://cache.defamer.com/hollywood/phil-spector-hair.jpg

Níels gerði það gott með Level 42 http://www.geocities.com/SunsetStrip/Backstage/2487/MikeLindup02.jpg

Toggi nældi í ungfrú Snæfells og skildi, sörínu

Hannes Marinó varð vesturlandsmeistari í körfubolta með því að fella leikmann borgnesinga í lok leiks

svo að endanum þá má ekki gleyma Haffa sem lék í Rocky og nældi í þokkagyðjuna og þrumuköttinn þórey http://rossignol.cream.org/new/dolph.jpg

http://thelifetransformed.com/blog/wp-content/uploads/2006/12/thundercats.jpg

nonni mæju (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 19:40

2 identicon

Andskotinn! Æðislegt!

Þessi Nonni Mæju gaur ætti að fá starf á triggernum sem fact-checker.

Múri (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 12:20

3 identicon

Hahahahahahahaha djöfulsins snilld..... en skilur einhver þessa setningu: "Svo er það Toggi, eða Torgíer Snorrusun fullu nafni eins og hann sagði Tim Harvey"?

the kid (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 21:14

4 identicon

Það er greinilegt að þessi The Kid hefur skrópað í sögutímanum þegar farið var í gegnum söguna þegar Þorgeir Snorrason kynnti sig á ensku fyrir Tim Harvey.
Farðu að horfa á Mítlamásaðar Kvikmyndir helvítið þitt og hættu að rífa þig!

Múri (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigtryggur Birkir Jónatansson og Hjalti Kiddós
Sigtryggur Birkir Jónatansson og Hjalti Kiddós
Sigtryggur sést ekki á hlið. Hjalti sést utan úr geimnum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband