En gaman.

Frá árinu 1986( Þegar Hjalti og Gunnlaugur litu út eins og 72ára gamlir menn og Ingó var löngu kominn með bílpróf), hef ég studd körfuboltalið frá Ameríkuhreppi sem kallast Boston Celtics. Ekki hefur það verið hliðar saman hliðar á túlipönum, en nú er allt á réttri leið enda bara einn hvítur gaur í liðinum sem ég ætla ekki að nefna enda heitir hann agalegu nafni sem erfitt er að bera fram.

bos5

En nú er önnur tíðin, því liðið er hreint að brillera og kastar bolta ofaní körfu sem aldrei fyrr(meira að segja Beggi er hættur að tala um NBA).

En það hefur lengi loðað við mig að halda með liðum sem voru rosalega góð en gera svo uppá bak þegar Sigtryggur lýsir yfir opinberum stuðningi við viðkomandi lið t.d. Juventus, Liverpool,Köln Boston og fleiri.

Núna eru leikmenn Boston svalir, en þeir hafa ekki verið mikið í því í gegnum tíðina. Ed Pickney(Eðvarð Lautarferð), Kevin Gamble(Kjartan Fjárhættuspilari), Robert Parish(Róbert Skólaleikur),Larry Bird(Lalli Bé), Joe Kleine(Jóhann Bakari), John Bagley(Jón Hreyfihamlaði), Alaah Abdelnaby(Aðalgeir Stafróf),og svo mætti lengi telja.

En þó eru undantekningar á þessu td. Dominique Wilkins(?), Reggie Lewis(Ragnar Leifs), og svo nú Ray Allen, Garnett og Pierce.

bos3

Þannig að nú er kátt í höllinni sem aldrei fyrr og menn vinna leiki eins og morgundagurinn sé engin og allir voða glaðir

Trigger


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jÁ OG ER EKKI KLAPPAÐ OG DANSAÐ ÞARNA NÚNA.....

NEI NEI ÞÓ AÐ ÉG HALDI MEÐ SPURS OG ÞEIR SÉU BÚNIR AÐ VERÐA MEISTARAR SVO OFT Á SÍÐUSTU ÁRUM ÞÁ ER ÉG EKKERT AÐ TALA UM ÞAÐ HÉR,,,,,,SVONA TIL AÐ EIÐINLEGGJA EKKI STEMMNINGUNA FYRIR FRÆNDA MÍNUM,,,,LOKSINS ERU BOSTON GÓÐIR AFTUR ENDA ER KOMINN TÍMI TIL,,,HALLARINN ER AÐ VERÐA LÖGLEGUR Í OLD BOYS EFTIR ÁRAMÓT,,EÐA BARA Á NÆSTA ÆTTAMÓTI....

KV BEGGI SPURS

S ARINN (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 20:38

2 identicon

'eg dansa og klappa og skvetti mjöðmum fram af kátínu.

Trigger (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 22:29

3 identicon

einn sem er að fara á Orlando vs. Boston í janúar......mara að minna á það.

bjartmar (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigtryggur Birkir Jónatansson og Hjalti Kiddós
Sigtryggur Birkir Jónatansson og Hjalti Kiddós
Sigtryggur sést ekki á hlið. Hjalti sést utan úr geimnum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband