30.11.2007 | 19:35
AUGLÝSING!
Nú er komið aftur að því! Trigger-Jóla-Breik-Dans námskeðin vinsælu eru að fara að hefjast og ekki seinna vænna en að skrá sig NÚNA STRAX! Ef þú vilt vera aðal töffarinn á áramótaballinu á Fimm Fiskum (eða hvar í helvítinu sem ballið verður) eða langar til að brjóta ísinn í vandræðalegu partýi, komdu þá og lærðu dansana sem heilla vinina úr skónum og stelpurnar úr nærbuxunum!
Láttu hinn ofur-(vit)granna Sigtrygg "búmm sjakalaka búmm" Tanason kenna þér orminn!
Fáðu Hjalta "Crazy Legs" Kiddós kenna þér róbotinn!
Og ekki má gleyma Gumma Á. Bensóson sem kennir þér að pikka upp kellingar með gömlu dönsunum þó að þú sért bara klæddur í gulan jogging-galla!
Einnig er námskeið, fyrir þá sem eru komnir langt í breiki, í umsjón Adda Palla Mottusonar. En hann kemur með sjóðheita dansa sem hann fullkomnaði á ferðum sínum um höfin blá á sandmokstursskipinu Perlu. Dansinn kallar hann Chip-Hop-Dip-n-Jive ("It puts hip-hop to shame!"- Snakki í viðtali við Source Magazine)
Fólk er vinsamlegast beðið um að senda umsóknir í athugasemdir hér fyrir neðan!
Tenglar
Rafastugl
Áhugaverðar síður
Tenglar
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig væri nú að Bjössi Feiti myndi nú leggja lúðaskapinn á hilluna og skrá sig á n´smskeið.
Trigger (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 19:41
Er Bjössi Feiti sá sami og Bjössi Ljóti (Kollason)?
Honum veitir ekki af smá danskennslu og lýtaaðgerð.
Múri (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 22:44
Já bjössi ætti að skrá sig í sér námskeið hjá gumma og læra hvernig maður getur orðið svona lífshamingjusamur og gummi þegar maður dansar!!! þá væri nú kanski hægt að hafa gaman af bjössa svona einusinni, ekki sá hamingju samasti!
Addi p (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 18:03
Greinilegt að Bjössi er mikill hæfileikamaður, fyrst "Töffaraspólan" og svo þetta. Eru þessum dreng engin takmörk sett, þetta minnir á "Hauka í horni" hér forðum daga.
bjammi (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 02:41
G C D7 G
Dansi, dansi dúkkan mín, dæmlaust er stúlkan fín
D A7 D
með voða fallegt hrokkið hár, hettan rauð og kjóllinn blár.
G D7 Em D7 G
Svo er hún með silkiskó, sokka hvíta, eins og snjó.
C G D7 G
Heldurðu’ ekki’ að hún sé fín, dansi, dansi dúkkan mín.
já og svo má líka klappa og dansa með,,,,,hej,,,hej,,,patý patý patý
S arinn (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 22:10
Hei getur madur tekid namskeidid i Fjarnami? ;)
Dabbi (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 09:26
Lýst langsamlega best á S.P. Mottuson - vil fá námskeið hjá honum.
Hann er svo ,,lífshamingjusamur"!
Tyrfill (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 13:04
Jæja vegna fjölda áskorana verð ég hreinlega að mæta en ætli ég fari ekki á lengra komna námskeiðið Hjá Snakksyni því maður er orðinn svo helvíti góður.
The Kid (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 20:31
Smellið á nafnið mitt hér að neðan.....nýja heimasíðan mín.
Vaffarinn (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.