11.1.2008 | 13:21
"Fegurðar"samkeppni Triggersins!
Verið velkomin í "Fegurðar"samkeppni Triggersins og það beint í sjálf úrslitin.
Já þetta eru þeir tveir sem eftir eru eftir langa og harða keppni með útsláttarfyrirkomulagi. En leið þessara manna á toppinn er hægt að sjá hér að neðan. Þetta er með þeim harðari og mest spennandi keppnum í "fegurð" sem sögur fara af. Dómararnir í keppninni fram að úrslitunum voru ekki af verri endanum enda flestir þekktir sem miklir fagurkerar og myndarmenni, en það voru þeir Bjöggi Bjútí (hvað er fegurð án bjútí?), Gunnar Már Gestsson og Páll Óskar. Þessir ágætu dómarar sáu um að vega og meta keppendur í hinum ýmsu greinum. Þessir herramenn kepptu í slægingum, uppvaski, veðurfræði, nöldri og yfirdrulli ásamt því að koma fram í kvöldklæðnaði og sundbolum. Svo ráðast úrslitin með athugasemdakosningu hér á triggernum. Þeir sem gefa atkvæði verða að skrifa af hverju þeir kjósa annan fram yfir hinn ásamt því að gefa upp blindfullt nafn. Haft er eftir fólki úti á götu að Jón Torfi hafi bara nöldrað sig í gegnum alla keppnina og Pulli gamli hafi sofið hjá Páli Óskari í fyrstu umferðinni og Gummi ekki séð sér fært að mæta í seinni umferðina vegna hótana. Undirritaður beið afhroð í sundbolakeppninni gegn Steina Kúld og komst því ekki áfram.
Munið svo að kjósa sigurvegarann og endilega segið hvort þið hefðuð viljað sjá annan sigurvegara.
Takk fyrir.
Múri
Tenglar
Rafastugl
Áhugaverðar síður
Tenglar
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón Torfi fær mitt atkvæði þar sem hann er með svo fallegan og frjálslegan vöxt og er svo sáttur við sjálfan sig. Einnig hefur hann oft verið kallaður sófabrjóturinn eftir atvik í Dúfnahólum. Pulli er vel að öðru sætinu kominn, en það eitt að leggjast með Páli óskari til þess að komast áfram kemur í veg fyrir það að hann nái 1 sætinu. Fyrst Jón Torfi komst áfram gegn Gunnlaugi í fyrstu umferð hlaut hann að vinna þetta, ótrúlegt hvernig dráttur í þessa keppni skuli geta farið svona að 2 fallegustu aðilarnir skuli mætast í fyrstu umferð, eftir það er þetta bara formsatriði fyrir sigurvegarann þar
Bjartmar (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 13:58
Ég hef fulla trú á að Pullinn hafi þetta, þó hann líti út eins og kústskaft þegar hann fer í sundbolinn.
Múri (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 12:43
Hvort prikið er pulli?
Addi p (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 19:36
hehe.. þú ert nú meiri vitleysinginn.. gaman að þessu :) Held ég verði að gefa mínum atkvæðið,, annars fer allt í háaloft þegar hann kemur af sjónum,, hann er svo anskoti tapsár!!
Skonsan (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 10:58
Það átti nú að standa vitleysingurinn híhí :)
Skonsan (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 10:59
Gott framtak verð ég að segja.
Skil samt ekki hvers vegna stjórnendur keppninnar hafa gæsalappir utan um "FEGURÐAR"samkeppni. Það er líkt og aðstandendur keppninnar séu að grínast - og það kann ég ekki við. Fyrir mitt leyti þá tók ég þátt í keppninni af heilum hug og án alls gríns!
En einsog þið sjáið þá er fegurð afstæð og undarlegt hvernig stendur á því að Steini Kúld komst ekki lengra en raun bar vitni, en honum jafnt og öðrum keppendum óska ég velfarnaðar og þakka þeim fyrir drengilega (en ójafna keppni). Þið áttuð aldrei sjens!!
Tyrfill (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 12:19
Langar að bæta við einum hérna við færsluna fyrir neðan.
Hvaða framkvæmdastjóri á dúfu sem er góð í golfi? Alan Pardew
Vaffarinn (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 14:27
Sammála Jóni Torfa þetta er grafalvarlegt mál. Steini Kúld og Amlín fóru í brúnkusprey en það tókst ekki betur en það að þeir eru Rauðsanseraðir á bílamáli (Tango Orance Metalic). Mér finnst líka Agnar Svavars eins og Gylfi Ægisson. Svo að lokum Dabbi kóngur er 60 ára í dag og "Juniorinn"Jónatan Sigtryggsson 5 ára til hamingju kappar tveir.
Þakka gott hljóð Lifið heil!!
Nonni
Jón Bjarki (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 11:36
Mér finnst Pullinn eigi að vinna þetta því mér finnst þetta farið að stíga honum Jóni til höfuðs. Eins og sést á færslu hans hér fyrir ofan.
Helvíti er Djon Tein orðinn vel að sér í bílalakkinu
The kid (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 17:54
er myndin af honum frænda kúldara nokkuð öfug
er hægt að setja X = jafntefli
S arinn (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 23:39
var á kamrinum ,,,en verð að segja að allar þessar myndir fengu mig til að drulla ,,,,,,svo ég get bara ekki komist að niðustöðu
WC,,,,,S arinn BÚIN (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.