21.2.2008 | 18:22
Jæja þá.
Það er allt orðið hvínandi vitlaust í netheimum vegna bloggleti sem hrjáð hefur undirritaðann síðustu daga, en ástæðan er sú að mikil þreyta hefur gert vart við sig hjá undirrituðum eftir þessa 40 daga í vinnu , en eins og alþjóð veit , sat ég á skólabekk í 18 mánuði og það er átak að rífa sig upp á taðgatinu og eftir svoleiðis setu. En nóg um það.
Í fréttatilkynningu frá Sameinuðuþjóðunum sem var að berast undirrituðum, er verið að kynna nýtt átak sem fellst í því að koma börnum sem rænd hafa verið af foreldrum sínum , aftur til síns heima. Þar rakst ég nokkur nöfn sem ég kannast við og ætla ,með leyfi Kofi Annan, að birta hér nokkra punkta.
Hjón í Chernobyl hafa sent Þórhildi Magnúsdóttur og Kristni Ólafi Jónssyni bréf þar sem þau krefjast að fá Hjalta son þeirra heim aftur til Chernobyl. Þau segja að Hjalta (eða Piotr eins og hann hét) hafi verið rænt þegar hann hann keppti á Special Olympics fyrir hönd Sovétríkjanna í flokki offitusjúklinga með hátt enni.
Andrea Gylfadóttir og Gísli Marteinn Baldursson hafa einnig sent inn fyrirspurn þess efnis að Björn Jóhann , sem þau gáfu frá sér , verði skilað og það strax.
Urzula Hamann , frá Bonn í Þýskalandi vill einnig endurheimta sinn einkaon, en hann heitir Atli Sigurþórsson og býr í efra Breiðholti í Reykjavík. Urzula sagði að drengurinn væri lifandi eftirmynd sín, svona sætur og loðinn á bakinu eins og mamma sín.
Einnig barst erindi frá Eþíópíu í íslenskan einstakling, en það verður ekki tíundað hér ,að ótta við lögsókn.
já þannig var nú það og nú geta Hjalti og Bjössi hætt að væla eins og kvartmílubílar yfir aðgerðarleysi eins stjórnanda síðunnar.
Góðar stundir
Trigger.
Tenglar
Rafastugl
Áhugaverðar síður
Tenglar
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sovétríkin, Eþíópía, sameinuðu þjóðirnar.... Hvert er leiðarahöfundur að fara? á kvartmílubíl.
Ingó (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 16:14
Gísli Marteinn.......Gísli Marteinn............. Andreu mun ég taka í sátt enda alveg rósfögur stúlkan. En manninn með sama eftirnafn og Hjalti mun ég ekki yrða á. Hey Sigtryggur ertu kominn með nýtt blogg? http://kalli33.blog.is
The kid (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 15:39
einnig hafa Hjónin Kolbrún og Henry óskað eftir því við Sjöfn og Jónatan að þau víxli aftur sonum sínum, þeim Bjarna og Sigtryggi. En misskilningurinn varð þegar drengirnir voru ungir og foreldrar þeirra mættu í swinger partý.
bjammi (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 18:26
Ég á ekki orð!
En ef ég skildi Eþíópíu-grínið þitt rétt (sem sagt að þú sért þaðan) þá ert þú farinn að líta frekar stórt á þig. Bókstaflega! Ég get ekki betur séð en krakkargreyin sem "léku" í tónlistarmyndbandinu við Búum til Betri Heim, með þeim Bjartríki Daukssyni, Bjö Kolldórs, Pullgu Möller og fleirum, hafi verið í góðum holdum miðað við þig. Ef þú færir í DNA rannsókn þá kæmi eflaust í ljós að þú værir sonur saumnálar og einhverrar lofttegundar.
Hjalti Kiddós (Piotr Lukatsjenko) (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 20:23
HEHEHEHEH , Sonur saumnálar sem Hjunnur Kiddófjörð átti.
Trigger (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.