Afrekaskrá stórstjörnu.

Ungmennafélagið Snæfell var stofnað 1938(ég var ekki einn af stonendum) og er því 70 ára á þessu ári. Því er ekki úr vegi að birta hér glæsta afrekaskrá eins af ástsælustu sonum félagsins. Það er enginn annar en Björn Léttfeti Kollason.

1. Drengurinn gerði sér lítið fyrir og skoraði þriðjung stiga Snæfells gegn Keflavík um árið, í 27-300 tapi, en er samt ennþá í guðatölu á Suðurnesjunum.

2. Kappinn sýndi áður óséð tilþrif á trampolini, í upphitun á meistaraflokksleik, með þeim afleiðingum að enn er hlegið i Hólminum.

3. Og síðast en ekki síst þegar drengurinn tók eitt af sínum banvænu stökkskotum í firmakeppninni hér um árið, þá skipti engum togum að þegar skyttan lendir eftir skotið þá er jafnvægið ekki alveg eins og það á að vera og Björn notar næstu 15 sekúndur í það að reyna að detta aftur fyrir sig, en lítur út eins og holdanaut að troða marvaða, og rétt nær að halda kúlinu og stilla sínu liði uppí vörn áður en þetta varð vandræðalegt.

vona að Hjalti geti hjálpað mér með fleiri snilldartilþrif kappans.

Trigger


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gott að vita að frægðarsól mín skuli enn skýna og gamlir aðdáendur skuli enn muna þessi snilldartilþrif. En samt verð ég að leiðrétta að trampolín "atvikið" átti sér stað á æfingu. Var þó ekkert síður fyndnara.

The Lid (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 22:56

2 identicon

Eitt skiptið þegar við vorum að spila körfubolta fyrir utan heima hjá mér á Þvergötunni (Great Western Þverum eins og Nonni kallaði völlinn), þá ætlaði Björn Léttfeti að ná í bolta sem var að skoppa í átt að girðingunni. Bjössi var svo djöfulli seigur að stíga á boltann og detta á grindverkið. Annað atvik var þannig að Hemmi Karvels ældi beint fyrir neðan körfuna (Hemmi hafði gaman af því á þessum tíma að æla hér og þar, og ekki vegna ölvunar), ég benti á æluna og sagði: "Ég er viss um að Bjössi detti í þessa ælu." Og viti menn, seinna um daginn átti Bjössi þessa svakalegu tröllatroðslu, missir takið á hringnum og dettur í æluna. Og það seinasta sem ég man í bili var þegar Bjössi blokkaði Bergþór (ekki BergþórU ömmu mína, heldur Bergþór Smára) í troðslu og milli þeirra varð eitthvað orðaskak. Enduð orðaskiptin þannig að Bergþór hrinti Bjössa í runnana hjá Bjödda pabba hans Bjölla....ég meina Hödda pabba hans Dolla.
Góðir tímar!

Múri (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 12:41

3 identicon

einnig var björn einusinni að rífa kjaft og ég hennti í hann Múrsteini og hann fékk gat á höðuðið, þar held ég að rót vandans sé.

bjammi (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 21:20

4 identicon

Var það nokkuð múrsteinninn í síðasta brandara......

getur ekki verið að Bjössi hafi blokkað mig,,,,hann er svo lofthræddur,,,,

S arinn (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 12:36

5 identicon

Er hann hræddur við Loft í Ólafsvík?

Tryggur (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigtryggur Birkir Jónatansson og Hjalti Kiddós
Sigtryggur Birkir Jónatansson og Hjalti Kiddós
Sigtryggur sést ekki á hlið. Hjalti sést utan úr geimnum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband