23.4.2008 | 17:46
Árnað heilla!
Stór dagur í gær! Já svo sannarlega. Betri helmingur minn hér á síðunni orðinn þrítugur....eða svo segir hann. En fyrir um þrjátíu árum síðan fékk Sigtryggur, þá áttatíu ára gamall, hjartaáfall og var í dái í dágóðan tíma. Það náðist að vekja hann aftur til lífsins og fannst honum hann vera endurfæddur og því tilvalið að byrja að telja árin upp á nýtt. Þannig að við erum að fagna þrjátíu ára afmæli hjartaáfalls.
Það stóð til að vera með smá æviágrip og ætluðum við Bjössi Kolla að telja upp það skemmtilega sem Pulli hefur gert um ævina, en eins og alþjóð veit þá er Bjössi áreiðanlegur eins og íslensk veðurspá og hefur manndjöfullinn ekki sést á msn í allan dag til að hjálpa mér að telja upp það sem Pullinn hefur afrekað. Ég ákvað þá bara að leyfa þeim sem lesa þessa síðu og þekkja Pillann að skrifa í athugasemdir einhverja skemmtilega hluti sem afmælisbarnið hefur afrekað.
Tenglar
Rafastugl
Áhugaverðar síður
Tenglar
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Keyrði á yngri mann á traktor,,,,var ekki pulli kennarinn hans Einars í denn
S arinn (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 18:29
Hann var fyrsti kristniboðinn á Íslandi, stofnaði Moggann, steypti Júlíusi Sesar af valdastóli og fann upp á hjólinu.
Múri (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 22:08
Hann skuldar mér pening!
Jesús (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 23:24
Já ég kom á hraðbát, er það nokkuð?
Trigger (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 10:50
Ég passaði Kiddó líka, djöfull gat hann kúkað mikið.
Trigger (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 10:51
Kenndi mér að drekka.......uppá palli inní tjaldi, vonandi skemmtið ykkur vel (að horfa á mig)
Vaffarinn (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 13:25
Ég kynntist Triggernum eftir að hann var kominn á efri ár svo ég get ekki rakið æviágrip hans hér. En þessi ár sem ég hef þekkt hann hefur hann komið ýmsu í verk. T.d setja bjórinn inn í bíl og keyra á ísskápnum austur á Eskifjörð. Syngja "þó líði ár og öld" í símann. Svona gæti ég endalaust haldið áfram að segja sögur af Triggernum.
Ingó (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 09:17
viltu þá ekki halda áfram með sögurnar Ingó?
Vaffarinn (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 12:12
Þetta er orðið ágætt.
Trigger (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.