Talblöðrukeppni enn og aftur!

pulli talbladra
Já! Talblöðrukeppnin er aftur komin á fullt swing enda með vinsælli hlutum sem gerast á veraldarvefnum. Hátt í 10 keppendur í hverri keppni og hver innsendandi fyndnari en sá fyrri.
Ég hef ekki hugmynd um hvað er að gerast á þessari mynd en eflaust er þetta spurningakeppni eða ótrúlega gefandi frettaþáttur í einhverju skólaútvarpinu. Eins og alltaf eru verðlaunin ekki af verri endanum, fólk hefur reyndar aldrei komið að vitja verðlauna sinna á skrifstofur Triggersins hér í Ungverjalandi eða úti í ballarhafi á Brimnesinu. Verðlaunin að þessu sinni er eitt sæti við hliðina á mér og Pulla á Narfeyrarstofu þegar það er hægt. Við borgum ekki fyrir matinn en við lofum góðri skemmtun.

Svo bæti ég við hérna tvífaramynd vikunnar: Krúnki og Bjössi Kolla!
krunki og bjossi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1.    Skrítið!! ég fékk alltíeinu á tilfinninguna að ég myndi enn klæðast þessum galla árið 2008

2.    Í GSS fréttum er það helst að sjálfsfróunarfaraldur hefur gripið um sig í skólanum. Og hefur fréttakonan Ragga einmitt verið gripin við slíkt athæfi.

3.    Nei nú fer fréttamaður með rangt má því það mun ekki hafa verið ég heldur hann Bergþór frændi minn, en fólk ruglast stundum á okkur því við erum hvorug með typpi. 

The Kid (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 14:21

2 identicon

3: "............."

2: "Í GSS fréttum er þetta helst. Ragga er fallin í trans eftir að hafa horft of lengi beint á peysuna hans Svans. Og við þetta má bæta að þetta átti ekki endilega að ríma."

1: "Í tískufréttum er það að frétta að sítt að aftan, freknur, glansandi adidas-gallar og grindhor er ótrúlega móðins og mun vera í tísku næstu 30 árin. Að minnsta kosti ætla ég ekki að breyta um stíl. Ég vil þakka styrktaraðilum þessa þáttar kærlega fyrir hjálpina, en þeir eru Setta, Litli-Bær, Stellubúð, Jón Kató og pylsuvagninn hans Gussa. Góðar stundir."

Múri (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 21:02

3 identicon

1: Ef ég missi einhverntíman hárið, og þar með talið skottið, mun ég setja allar eigur mínar á tombólu.

2: Sigtryggur, hvernig er að vera eini þrítugi 6. bekkingurinn í heimi?

3: Útvarp GSS! Þættinum voru að berast þær fréttir að innan skamms (jafnvel nokkurra ára) munu svokölluð ,,Rúnkpartí" tröllríða Stykkishólmi. Talið er að Bjössi (nú 5 ára) hljóti blaut örlög og Hjalti (einnig 5 ára) fari að skæla.

Tyrfill (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 16:17

4 identicon

1: "Vel sé þér, Jón, á værum beð,
      vinar af sjónum löngu liðinn,
      lúður á bón um himnafriðinn.
      Kalt var á Fróni, Kjærnested!"
Og þar með lýkur ljóðahorninu. Á morgun í þætti mínum "Litið Langt Til Baka" mun ég fjalla um hvernig var að fermast frostaveturinn mikla 1918.

2: "Óóóóókeeei....ehhh..já! Í GSS fréttum er það helst Andabæjarsjónvarpið, sem er í eigu fjölmiðlamógúlsins Eyrúnar Kolla, hefur lagt upp laupana. Ástæða þess er sú að aðal stjarna stöðvarinnar, Bjössi, var með of háar launakröfur. Biðst velvirðingar á þessari leiðinlegu frétt."

3. "Okkur var að berast tilkynning. Lýst er eftir ungum pilt, Jóni Torfa Arasyni. Til hans sást seinast á lúðrasveitaræfingu. Jón Torfi er með stallagreiðsluna sem er afar móðins í dag þar sem hausinn minnir einna helst á svepp, er með eindæmum stórbeinóttur, hægfara, sveittur og afar hávær. Þeir sem verða varir við Jón eru vinsamlegast beðnir um að hringja í Óla storm."

Múri (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigtryggur Birkir Jónatansson og Hjalti Kiddós
Sigtryggur Birkir Jónatansson og Hjalti Kiddós
Sigtryggur sést ekki á hlið. Hjalti sést utan úr geimnum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband