Skemmtisaga dagsins.

Jæja , þá er komin tími á grafalvarlega færslu þegar loksins allt er komið til helvítis, en ekki er allt slæmt í helvíti, vil ég meina. Aldrei þessu vant þá missti ég af þessu partýi en þarf samt sem áður að taka út þynnkuna ef ég ætla mér að búa á þessu landi áfram, tók samt bílalán í erlendri mynt sem er orðið það hátt að ég kann ekki að pikka það á lyklaborðið, en ég a engan flatskjá en á samt Bekó 96 árgerð sem er fallið úr ábyrgð þannig að ég ber ábyrgð á því. En nú kunna margir að spyrja sig, hvað er Sigtryggur að reyna að vera alvarlegur, það er ekki hann ,þannig að ég hætti því og vind mér í léttara hjal(ti).  Árið 1996-97 þegar ég ungur og upprennandi togarasjómaður á aflaskipinu Hamra-Svanur SH201, var ónefndur dúkarasonur einnig skipverji þar, og þessi ónefndi Elvar rörlti sér eitt sinn upp í brú og tjáði skipstjóra skipsins að hann þyrfti nauðsynlega frí í næsta túr vegna fermingar hjá systur sinni sem hann vildi ógjarna missa af. Skipstjóra skipsins fannst það algjörlega sjálfsagt að téður skipverji fengi nú að fara i fermingu systur hennar og veitti fríið. Svo líður á túrinn og skipverjinn skottast upp í brú og bar sig frekar skömmustulega , þegar hann segir loks við skipstjóra að hann þurfi ekki frí þar sem systir hans hafi fermst í fyrra. Svona getur sjómennskan nú verið fjölbreytt og skemmtileg. Þetta var nú bara útúrdúr og einungis ætlað til skemmtunar á þessum erfiðu tímum.

en þangað til næst, góðar stundir.

Trigger


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varst þú ungur 1996 ?

Múri (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 15:49

2 identicon

Takk Sigtryggur, frábær saga!

Berglind Þorbergs (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 23:30

3 identicon

ég var jafngamall kollvikunum á þér Hjalti, þarna lét ég hann heyra það.

Sigtryggur (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 23:40

4 identicon

Ertu ekki að meina að þú ert jafngamall og kollvikin mín eru há? Semsagt HÁaldraður!

Múri (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 02:07

5 identicon

Skildist reyndar að þessi kreppa sem við göngum gegnum núna eigi allt að rekja til þess þegar þú keyptir þessar Bekó græjur svo ekki má gleyma því að þú varst fyrsti maðurinn sem ég þekki sem átti DVD spilara. Það má eiginlega segja að þú hafir komið efnishyggjunni af stað í þessu þjóðfélagi þar af leiðandi er þetta allt þér að kenna.

The Kid (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 16:33

6 identicon

Það er rett Björn enda hef eg sagt af mer sem Sigtryggur , og geng nu undir nafninu Töffi, það atti bara vel við,

Trigger (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 18:20

7 identicon

Góð saga hjá Lilla bró, bara að bæta einu við amma hans Jóns Beck heitir "Heiða Hættulega"

Kv JBJ

Nonni (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigtryggur Birkir Jónatansson og Hjalti Kiddós
Sigtryggur Birkir Jónatansson og Hjalti Kiddós
Sigtryggur sést ekki á hlið. Hjalti sést utan úr geimnum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband