NBA minningar 1. hluti

Ég var að horfa á NBA leik í fyrrinótt og var þá verið að tala um gamla "legendið" Charles Shackleford. Ég hafði ekki heyrt það nafn lengi og ef NBA-hóran ég hef ekki heyrt lengi af honum, hversu langt er síðan aðrir hafa heyrt af honum. Ég ákvað því að setja saman pistil með myndum og smá svona fróðleiksmolum og bulli um hina og þessa gömlu töffara.

01f.jpgCHARLES SHACKLEFORD
Er ekki við hæfi að byrja á manninum sem kom minningunum af stað. Þekktur fyrir fátt annað en að vera líkur Eddie Collins (sem spilaði með Snæfell í kringum 1995) og fallega hárgreiðslu. Gat svo sem ekki drullu. Með rúm 5 stig og tæp 5 fráköst að meðaltali yfir ferilinn.
Hans frægasta quote er: "I can shoot with my left hand, I can shoot with my right hand, I'm amphibious." Kallgreyið ætlaði eflaust að nota orðið ambidextrous sem þýðir jafnvígur á báðar hendur, því amphibious þýðir: Sem getur þrifist bæði á landi og í vatni.  Samt sem áður svalur gaur!


01fcccc.jpgORLANDO WOOLRIDGE
Fyrsti maðurinn til að troða í gegnum klofið í NBA troðslukeppni og það var á því herrans ári 1984. Akkúrat ári á undan Isiah Rider sem gerði það svo vinsælt á sínum tíma. http://www.youtube.com/watch?v=cNua1GJd7NA&feature=related
Var ágætis leikmaður. Var með 25 stig og 7 fráköst yfir tímabilið ´90-91. Var það góður að þegar amma hans Bjartmars vann í Hans Pedersen eða Kodak þá fékk ég hann til að láta hana stækka nba mynd af honum og á ég hana enn. Lenti í ólifnaði og var í kókaíninu eins og hitt fræga fólkið. Honum var nær að mæta ekki á stúkufundi hjá Árna Helga. Þekktur fyrir upphandleggsvöðva og stökkkraft eins og Múri sjálfur. Eftir NBA fór hann að þjálfa í WNBA við góðan orðstír, svipað og Hemmi Karvels í Brokey. Er núna að þjálfa í ABA deildinni.


01fq_738444.jpgGUNDARS VETRA
Lettaskítur sem spilaði eitt tímabil í NBA og fór þaðan til Rússlands. Gat ekki sjitt en sló í gegn fyrir að heita Gundars Vetra. Að minnsta kosti þótti það alveg fáránlega fyndið að hann væri næstum því nafni Gúnda á Bensó og væri með eftirnafnið Vetra. Já, það er sko gott að búa úti á landi.










01fv.jpgLABRADFORD SMITH
Hver í andskotanum?! spyrja flestir. Jahhhh...allir nema foreldrar hans og nánustu vinir og einn aumingi að nafni Michael Jordan. Þessi gaur er með 6,7 stig að meðaltali yfir ferilinn og hæsta skor hans í leik var á móti Michael Jordan eða 37 stig (Jordan skoraði reyndar 47 stig í sama leik). Sýnir glögglega að Jordan var ofmetinn leikmaður.







02f.jpg
KEVIN GAMBLE
Einn af uppáhalds leikmönnnum Sigtryggs. Maðurinn sem þeir kalla Spilafíkillinn (þeir= Sigtryggur). Var solid leikmaður sem gerði bara andskotann ekki neitt af sér utan vallar. Ekkert gaman að skrifa um svona kalla. Var óheppinn í framan en Pulli er eflaust ósammála því og ég ætti ekki að vera að kasta grjóti úr glerhúsi.






02fvv_738451.jpgJON KONCAK
Var betur þekktur sem Jon Contract eftir að hafa fengið samning árið 1989 sem hljóðaði upp á 13 milljónir dollara fyrir 6 ár, sem þýddi að hann var launahærri en Magic Johnson, Michael Jordan og Larry Bird. Eitthvað breyttist það nú stuttu seinna. Gat aldrei neitt þessi andskoti. En hann getur þó þakkað fyrir það að hafa verið í einhverjum flottustu NBA búningum fyrr og síðar (sjá mynd).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Woolridge var auðvitað áratug á undan Rider að troða í gegnum klofið en ekki bara ári.

Múri (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 13:09

2 identicon

spurning að taka Randy Breuer, Michael Adams, Tom Tolbert og ástæðuna af hverju í andskotanum var John Crotty í nba 

nonni mæju (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 13:53

3 identicon

Michael Adams og John Crotty eru á listanum hjá mér. Kem með meiri NBA minningar á morgun.

Múri (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 23:00

4 identicon

Bíð spenntur.

Snorri (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 06:10

5 identicon

Já sæll ! NBA minningar. Hvaða minningar verða næst ? DBS ? Og svo BSR ? Eiga sjómenn svo ekki alltaf einhverjar minningar frá BSÍ. Já og SSÍ.

(IP-tala skráð) (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 16:26

6 identicon

Bara góður pistill Lilli bró. Ég vil fá pistil um einn besta leikmann fyrr og síðar, Larry Bird. Draumur Mölla var að fá að sjá hann í klámmynd!!!

Jón Bjarki (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigtryggur Birkir Jónatansson og Hjalti Kiddós
Sigtryggur Birkir Jónatansson og Hjalti Kiddós
Sigtryggur sést ekki á hlið. Hjalti sést utan úr geimnum.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

221 dagur til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 514

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband