NBA minningar 2. hluti

Eigum við ekki að halda áfram með þetta helvíti?!

07fx_741188.jpg MICHAEL ADAMS
Litla dýrið var þekkt fyrir ljótan skotstíl og fáránlega þriggja stiga hittni. Hann var alveg suddalega góður á köflum og var til dæmis með 26,5 stig og 10,5 stoðsendingar í leik tímabilið ´90-´91. Ég fann ekkert á netinu um hvað hann sé að gera í dag. Sennilega er hann að gera eitthvað töff.








05f_741191.jpgALEXANDER VOLKOV
Veit ekki hvað ég á að skrifa um þennan kall. Eitthvað fannst okkur Nonna hann vera kjánalegur man ég. Hann er gríðarlega vel girtur á þessari mynd og það virtust allir að mér fannst eiga þessa mynd. Var með 7 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar yfir ferilinn. Er yfirmaður körfuknattleikssambands Úkraínu í dag. Hljómar vel. Rússkí Karamba!









03f_741213.jpgISIAH (JR) RIDER
Ræderinn varð fyrst þekktur hér á Fróni fyrir að sigra troðslukeppnina árið 1994, eða árið sem Helgi Reynir segir að tónlist og tíska hafi náð hápunkti. Kallinn var með 17 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar að meðaltali yfir ferilinn sem er alveg ágætt. En það fylgdi manninum alltaf hvað hann var stórkostlega geðveikur og sakaskráin hans er lengri en typpið á Patrick Ewing, en samkvæmt áreiðanlegum heimildum frá Hjalta litla (sem fékk þær heimildir frá Gunnari Má og Ásmundi ef ég man rétt) þá var Ewing með stærsta typpið í deildinni. Hann hefur verið handtekinn fyrir að eiga eiturlyf, ólöglega byssueign, heimilisofbeldi og mannrán svo eitthvað sé nefnt. Þessi hlunkur með bilaða stökkkraftinn má eiga það að hann var alveg hrikalega skemmtilegur á að horfa.

04f_741230.jpgGREG "CADILLAC" ANDERSON
Án efa með ófríðari mönnum í sögu NBA deildarinnar. Við erum að tala um Sam Cassell-ljótur maður. Var með 7 stig og 6 fráköst að meðaltali yfir ferilinn. Var svona ekta ruslakall. Tók þátt í einni frægustu troðslukeppni fyrr og síðar árið 1988 með stórkostlega slöppum árangri. Ég hefði getað staðið mig betur og það er ekki hægt að renna Stykkishólmspóstinum undir mig þegar ég hoppa. Hann fékk viðurnefnið Cadillac því hann hjólaði í skólann þegar hann var í háskóla. Af sömu ástæðu hefði verið hægt að kalla Sigtrygg "skóþvenginn" þegar hann labbaði í skólann í gamla daga. En þá hefði verið hægt að kalla alla því nafni enda ekki búið að finna upp á bílnum.


05fnnn_741232.jpgKEN NORMAN
Er það bara ég eða hugsa allir um bol sem Bergþór átti? Aldrei fattaði ég af hverju Beggi frændi fílaði þennan gæja svo mikið að hann lét þrykkja mynd af honum á bol. Beggi hélt með Spurs og maður spurði sig hvers vegna í fjandanum setti hann ekki mynd af besta manni Spurs á bolinn (í kringum 1994 var það Willie Anderson). Ken Norman var kallaður Snákurinn. Kannski var það þess vegna sem Beggi tengdist honum svo vel, enda Beggi kallaður Buxnasnákurinn. Norman var solid leikmaður með 14 stig, 6 fráköst og 2 stoðsendingar yfir ferilinn og átti það til að hrista sig þegar hann skoraði flotta körfu. Ég veit ekki hvað kallinn er að gera í dag. Eflaust í villunni sinni að drekka bjór með mynd af Bergþóri á bolnum sínum.

03ftt_741244.jpgJOHN TAFT (ekki ætlað börnum)
Ég veit ekki hvort þetta sé Taftinn sem spilaði með Val hérna í gamla daga. Man nú ekki mikið hversu góður hann var en hann var þekktur fyrir svakalegan getnaðarlim. Sagan segir (vonandi fer ég með rétt mál, þeir sem vita réttu söguna endilega leiðréttið) að eftir leik gegn Snæfell þá fór kallinn í sturtu og Rúnar Guðjóns sá ryksugubarkann og hljóp inn í klefa og dásamaði stykkið. Nýþurrkaður Mölli mátti víst ekki missa af þessu og fór aftur í sturtu til að kíkja á þetta. Svo heyrði maður líka að gamlar kempur í Val tóku skónna fram að nýju og mættu á æfingar bara til þess að sjá dýrið í sturtunni eftir æfinguna. Ég spurði gamla Legendið Torfa Magg að því fyrir einhverjum árum hvort þetta væri satt en hann varð voðalega vandræðalegur og sagðist ekki kannast við það. Seinasta sem ég frétti af Taft var að hann var mikið að skora og frákasta með ungu kvennaliði Snæfells núna í vetur þar til hann/hún hætti.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHAHAHAHAHAH.............. Bergþór.

The Kid (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 20:37

2 identicon

JEEEEE,,,,,this Beggi is fucking great, he save my sons live, he was his only fan

Norman Kenson (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 02:32

3 identicon

Þetta er algjör snilld, endilega meira af þessu

Andres (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigtryggur Birkir Jónatansson og Hjalti Kiddós
Sigtryggur Birkir Jónatansson og Hjalti Kiddós
Sigtryggur sést ekki á hlið. Hjalti sést utan úr geimnum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband